Reynslutíma lyfjaauðkenniskerfisins á Íslandi lokið.

By |2019-10-02T11:13:58+00:00október 2nd, 2019|

1.október 2019 Samkvæmt reglugerð nr. 140/2019 um öryggisþætti lyfja, skulu apótek, heilbrigðisstofnanir og lyfjaheildsölur eftir atvikum, athuga innsigli og skanna tvívíð strikamerki á lyfjapakkningum til að skoða eða breyta stöðu pakkningar í lyfjaauðkenniskerfinu fyrir afhendingu lyfs til sjúklings. Í upphafi notkunar á lyfjaauðkenniskerfinu heimilaði Lyfjastofnun að afhenda mætti lyfjapakkningu þó svo að viðvörun bærist við [...]

Morgunverðarfundur um öryggisþætti lyfja, lyfjaauðkenniskerfið og lok reynslutíma.

By |2019-10-02T11:14:31+00:00september 27th, 2019|

Þriðjudaginn 8. október verður haldinn morgunverðarfundur á Hilton Reykjavík Nordica um lyfjaauðkenniskerfið og öryggisþætti lyfja. Fulltrúar frá Lyfjaauðkenni og notendum ræða lyfjaauðkenniskerfið og öryggisþætti lyfja í ljósi þess að reynslutíminn (stabilisation period) er á enda. Fulltrúar notenda lyfjaauðkenniskerfisins, þ.e. apóteka, heilbrigðisstofnana og lyfjaheildsala eru boðnir velkomnir á fundinn. Fundurinn verður settur kl. 8:30 og áætlað [...]

Les skanninn 2D-merkið rétt?

By |2019-08-30T13:50:51+00:00ágúst 30th, 2019|

30.08.19. Einfalt próf á virkni skanna: Athugaðu að skanninn sem á að prófa, sé tengdur við tölvuna. Opnaðu Notepad eða Word (ekki gera prófið í lyfjaauðkenniskerfinu!). Skannaðu 2D-merkið hér að neðan: Ef allir bókstafir, tölustafir og tákn birtast rétt, eru miklar líkur að skanninn lesi rétt öll 2D-strikamerki lyfjaauðkenniskerfisins. Ath. við skönnunina falla burt svigar [...]

Lyfjaauðkenniskerfið – notið aðlögunartímann vel!

By |2019-08-26T22:25:17+00:00ágúst 20th, 2019|

21.08.19 Lyfjaauðkenniskerfið hefur nú verið starfandi í rúmlega 6 mánuði. Fjöldi lyfjapakkninga í kerfinu eykst dag frá degi, gæði gagna fara batnandi og villum hjá notendum, s.s. vegna tví-skönnunar eða rangrar skönnunar á 2D-strikamerkjum, fer fækkandi. Aðlögunartímabil fyrir notendur lyfjaauðkenniskerfisins gildir til 30. september. Það er mjög mikilvægt að framleiðendur og notendur kerfisins noti vel [...]

Lyfjaauðkenniskerfið – fyrsta reynsla

By |2019-02-15T21:13:05+00:00febrúar 15th, 2019|

15.02.2018 Nýjar reglur um auðkenningu lyfja og merkingu lyfjaumbúða gengu í gildi sl. laugardag, 9. febrúar. Reglurnar munu auka öryggi fyrir notendur lyfja en þeim er ætlað að draga úr líkum á að fölsuð lyf rati inn í keðju löglegrar lyfjaframleiðslu. Nánari umfjöllun um þessar nýju reglur um merkingu lyfjaumbúða á vef Lyfjastofnunar Innleiðing lyfjaauðkenniskerfisins [...]

Kerfi gegn fölsuðum lyfjum tekið í notkun – reynslutímabil til 30.september

By |2019-02-08T16:09:11+00:00febrúar 8th, 2019|

08.02.2019 Lyfjaauðkenni ehf. hefur komið á laggir auðkennis- og gagnasamskiptakerfi fyrir lyf á Íslandi sem ætlað er að auka öryggi sjúklinga. Með tilkomu þessa nýja lyfjaauðkenniskerfis uppfyllir Ísland kröfur tilskipunar og reglugerðar ESB/EES um öryggisþætti lyfja sem ætlað er að koma í veg fyrir að fölsuð lyf komist í dreifingu og berist til sjúklinga. Upplýsingar [...]

Kerfi gegn fölsuðum lyfjum tekið í notkun

By |2019-02-08T12:05:36+00:00febrúar 8th, 2019|

08.02.2019 Lyfjaauðkenni ehf. hefur komið á laggir auðkennis- og gagnasamskiptakerfi fyrir lyf á Íslandi sem ætlað er að auka öryggi sjúklinga. Með tilkomu þessa nýja lyfjaauðkenniskerfis uppfyllir Ísland kröfur tilskipunar og reglugerðar ESB/EES um öryggisþætti lyfja sem ætlað er að koma í veg fyrir að fölsuð lyf komist í dreifingu og berist til sjúklinga. Reglurnar [...]

Lyfjastofnun uppfærir upplýsingar um öryggisþætti lyfja

By |2018-11-06T13:05:56+00:00nóvember 6th, 2018|

02.11.18 Á vef Lyfjastofnunar er nú að finna upplýsingar nýjar reglur um öryggisþætti lyfja sem taka gildi þann 9. febrúar 2019. Lyfjastofnun greinir m.a. frá því með hvaða hætti þeir sem dreifa lyfjum þurfa að bregðast við og birtir jafnframt svör við algengum spurningum sem borist hafa í tengslum við gildistöku reglugerðarinnar. Spurningar og svör verða uppfærð eftir því [...]

Hald lagt á 500 tonn af fölsuðum lyfjum og lækningatækjum

By |2018-11-02T09:26:56+00:00nóvember 2nd, 2018|

Pangea XI aðgerðinni er nýlokið og í henni var lagt hald á 500 tonn af fölsuðum lyfjum og lækningatækjum að andvirði um 15 milljón dollara. Áhersla aðgerðarinnar var á dreifikerfi lyfja sem skipulögð glæpastarfsemi nýtir við að koma varningi á framfæri. Pangea aðgerðirnar eru alþjóðlegar aðgerðir sem standa yfir í viku ár hvert undir stjórn [...]

Málþing um lyfjaauðkenniskerfið og nýja öryggisþætti lyfja

By |2018-10-31T13:56:31+00:00október 18th, 2018|

Málþing um lyfjaauðkenniskerfið og nýja öryggisþætti lyfja Málþing um lyfjaauðkenniskerfið og nýja öryggisþætti lyfja var haldið á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, föstudaginn 26. október 2018. Á málþinginu fór Sindri Kristjánsson lögfræðingur hjá Lyfjastofnun yfir skyldur og ábyrgð notenda lyfjaauðkenniskerfisins og gerði grein fyrir því ferli innleiðingar í íslenska löggjöf sem nú stendur yfir. Hjörleifur Þórarinsson, [...]

Go to Top