08.02.2019

Lyfjaauðkenni ehf. hefur komið á laggir auðkennis- og gagnasamskiptakerfi fyrir lyf á Íslandi sem ætlað er að auka öryggi sjúklinga. Með tilkomu þessa nýja lyfjaauðkenniskerfis uppfyllir Ísland kröfur tilskipunar og
reglugerðar ESB/EES um öryggisþætti lyfja sem ætlað er að koma í veg fyrir að fölsuð lyf komist í dreifingu og berist til sjúklinga.

Upplýsingar frá Lyfjastofnun um reglugerð um öryggisþætti á lyfjaumbúðum má nálgast hér.

Fréttatilkynningu Lyfjaauðkennis má nálgast hér.

Athugið! Við notkun lyfjaauðkenniskerfisins í upphafi verður heimilt að afhenda lyfjapakkningu þó svo að aðvörun berist við skönnun hennar. Þessi heimild er veitt í upphafi þegar notendur eru að venjast notkun og læra á virkni kerfisins. Heimildin gildir til 30.september 2019 meðan aflað er reynslu af starfsemi kerfisins og þeim fjölda aðvarana sem það sendir frá sér. Hafi starfsfólk heildsala eða apóteks alvarlegar efasemdir varðandi áreiðanleika lyfs og grunur vaknar um fölsun, skal tilkynna það Lyfjastofnun í samræmi við gildandi verklag á viðkomandi stað og ekki afhenda lyfjapakkninguna.

Nánari upplýsingar fyrir notendur Íslenska lyfjaauðkenniskerfisins má nálgast hér.