NMVS-Alerts – leiðbeiningar fyrir notendur

Í NMVS Alerts eru viðvaranir frá lyfjaauðkenniskerfinu birtar á aðgengilegan máta og forritið gerir kleift að rannsaka viðvörun samtímis því að nauðsynlegar upplýsingar eru gerðar aðgengilegar öðrum aðilum sem málið varðar. Kerfið er hannað sem samstarfs- og samskiptavettvangur allra þeirra sem taka þátt í að rannsaka viðvaranir, þ.e.a.s. notendur (apótek, heilbrigðisstofnanir, lyfjaheildsölur), lyfjaauðkennisfélög (NMVO), markaðsleyfishafar (MLH) og lyfjastofnanir (NCA).

Til viðbótar við gagnagrunninn um viðvaranir, geta aðilar óskað eftir og skipst á gagnlegum upplýsingum svo sem gögnum, myndum eða athugasemdum. Kerfið heldur utan um samskipti aðila og þannig verður til skrá yfir aðgerðir fyrir hverja viðvörun sem tryggir rekjanleika. Líkt og lyfjaauðkenniskerfið er NMVS-Alerts net-lausn sem hýst í skýi hjá Microsoft (Microsoft Azure). Tungumál NMVS-Alerts er enska og forritið er notendum að kostnaðarlausu.

Lyfjaauðkenni ehf veitir aðgang að NMVS-Alerts. Fyrir óskir um aðgang og skráningu notenda, vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið info@lyfjaaudkenni.is.

Að skráningu lokinni fæst aðgangur að forritinu með netfangi og lykilorði á slóðinni https://app.nmvs-alerts.com/.

Leiðbeiningar fyrir notendur NMVS-Alerts má nálgast hér