Fjármögnun

Kostnaður við Íslenska lyfjaauðkenniskerfið, bæði uppsetning og rekstur, verður greiddur af lyfjaframleiðendum sem hafa lyf á markaði. Lyfjaauðkenni ehf. innheimtir gjöld af öllum markaðsleyfishöfum sem geyma upplýsingar um lyf í íslenska gagnagrunninum.

Hugbúnaðargerð vegna tengingar einstakra notenda við kerfið, s.s. heildsala, apóteka, sjúkrahúsa og uppsetning nýrra skanna, er á ábyrgð og kostuð af hlutaðeigandi notendum.