30.08.19.

Einfalt próf á virkni skanna:

  1. Athugaðu að skanninn sem á að prófa, sé tengdur við tölvuna.
  2. Opnaðu Notepad eða Word (ekki gera prófið í lyfjaauðkenniskerfinu!).
  3. Skannaðu 2D-merkið hér að neðan:

Ef allir bókstafir, tölustafir og tákn birtast rétt, eru miklar líkur að skanninn lesi rétt öll 2D-strikamerki lyfjaauðkenniskerfisins.

Ath. við skönnunina falla burt svigar um tölustafi í þessu tilviki.

Ef fram koma villur og skanninn les ekki merkið rétt, er nauðsynlegt að hafa samband við þjónustuaðila tækisins eða upplýsingatæknifyrirtækið sem setti kerfið upp.