Hvernig starfar kerfið á Íslandi

Hvernig starfar kerfið á Íslandi

Apótek, sjúkrahús og aðrar starfsstöðvar innan heilbrigðisþjónustunnar sem afgreiða lyf til almennings þurfa að koma á nettengingu við gagnageymslu Lyfjaauðkennis til að geta staðfest auðkenni lyfja áður en þau eru afhent sjúklingum.

Heildsölufyrirtæki sem dreifa lyfjum, þurfa einnig að tengjast gagnageymslu Lyfjaauðkennis til að geta staðfesta auðkenni þeirra lyfja sem fara um vöruhús þeirra við tilteknar aðstæður.

Lyfjaframleiðendur merkja hverja pakkningu með einkvæmu auðkenni, skrá upplýsingarnar í tvívíðu strikamerki og senda upplýsingarnar til Lyfjaauðkennis um Evrópugáttina. Ef upplýsingar um pakkninguna finnast ekki þegar lyfjafræðingur eða heildsali skannar pakkann, hvort heldur er í gagnageymslu Lyfjaauðkennis eða Evrópsku gáttinni, kemur viðvörun sem leiðir til rannsóknar á því hvort um falsað lyf sé að ræða.