Aðalfundur Lyfjaauðkennis ehf. 2020

By |2020-04-01T09:05:19+00:00apríl 1st, 2020|

Aðalfundur Lyfjaauðkennis ehf. var haldinn föstudaginn 27. mars kl. 16. Fundurinn var haldinn með rafrænum hætti að þessu sinni, en á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ný stjórn félagsins var kjörin á aðalfundinum til eins árs. Stjórninn er skipuð fjórum fulltrúum hluthafa og þar skal a.m.k. vera einn fulltrúi framleiðenda frumlyfja, einn fulltrúi samheitalyfja og einn [...]

Mælaborð lyfjaauðkenniskerfisins

By |2020-02-10T14:07:01+00:00febrúar 3rd, 2020|

03.02.2020 Notendum lyfjaauðkenniskerfisins gefst nú aðgangur að mælaborði sem veitir yfirlit yfir starfsemi kerfisins á Íslandi og ellefu öðrum löndum sem nota kerfi frá Solidsoft Reply. Mælaborðið vaktar með sjálfvirkum hætti þrettán mismunandi aðgerðir í lyfjaauðkenniskerfinu og sýnir niðurstöður tveggja síðustu aðgerða í vöktuninni. Grænn litur hjá viðkomandi landi gefur til kynna að báðar aðgerðirnar [...]

Að tengjast lyfjaauðkenniskerfinu

By |2020-01-16T11:47:35+00:00janúar 16th, 2020|

16-01-2020 Lyfjaauðkenni vekur athygli á þeirri skyldu aðila sem hafa leyfi til að afhenda almenningi lyf, að sannreyna öryggisþætti lyfjapakkningar fyrir afhendingu. Öryggisþættirnir eru annars vegar órofið innsigli og hins vegar að upplýsingar í tvívíðu strikamerki pakkningarinnar séu í samræmi við gögn sem framleiðandi lyfsins skráir inn í gagnagrunn lyfjaauðkenniskerfisins. Notandinn skannar tvívíða strikamerkið og [...]

Lyfjaauðkenniskerfið – Uppfærsla 12.desember

By |2019-12-12T16:01:44+00:00desember 12th, 2019|

12.12.2019 Í kvöld, 12. desember, verður framkvæmd uppfærsla R.6.1.1 á lyfjaauðkenniskerfinu. Tilgangur uppfærslunnar er fyrst og fremst að efla og bæta upplýsingagjöf til lyfjastofnana í Evrópu. Uppfærslan hefur engin áhrif á kerfi eða viðmót hjá öðrum notendum lyfjaauðkenniskerfisins. Uppfærslan fer fram á tímabilinu milli kl. 21:00 og 01:00 og á þessum tíma verður lyfjaauðkenniskerfið óaðgengilegt.

Árgjald Lyfjaauðkennis fyrir árið 2020

By |2019-11-05T10:57:09+00:00nóvember 5th, 2019|

05.11.2019 Tilgangur Lyfjaauðkennis er að stofna og reka innlent auðkennis- og gagnasamskiptakerfi fyrir lyf, sem er samhæft við Lyfjaauðkennisstofnun Evrópu (EMVO), og þannig uppfylla kröfur reglugerðar um öryggisþætti lyfja  sem ætlað er að koma í veg fyrir að fölsuð lyf komist í aðfangakeðju lyfja og til sjúklinga. Lyfjaauðkenni er ekki rekið í hagnaðarskyni. Rekstur Lyfjaauðkennis [...]

Lyfjaauðkenniskerfið – fréttir af uppfærslu R6 30. október.

By |2019-10-31T12:40:52+00:00október 31st, 2019|

31.10.2019 Þann 30.október var framkvæmd uppfærsla R.6.02 á lyfjaauðkenniskerfinu. Uppfærslan fór fram á tímabilinu milli kl. 21:00 og 01:00 og var lyfjaauðkenniskerfið óaðgengilegt á þessum tíma. Í kjölfar uppfærslunnar komu upp vandkvæði hjá notendum við tenginu við lyfjaauðkenniskerfið sem tengdust endurnýjun á auðkenni notanda eftir uppfærsluna. Í einhverjum tilvikum hefur dugað að endurræsa búnað, en [...]

Lyfjaauðkenniskerfið – uppfærsla 30. október.

By |2019-10-30T14:54:41+00:00október 30th, 2019|

Í kvöld, 30.október, verður framkvæmd uppfærsla R.6.02 á lyfjaauðkenniskerfinu. Uppfærslan fer fram á tímabilinu milli kl. 21:00 og 01:00 og á þessum tíma verður lyfjaauðkenniskerfið óaðgengilegt. Nánari upplýsingar um uppfærsluna verða aðgengilegar á hér á vef Lyfjaauðkennis.

Morgunverðarfundur um lyfjaauðkenniskerfið og öryggisþætti lyfja

By |2019-10-10T11:28:19+00:00október 10th, 2019|

08.10.19 Lyfjaauðkenni stóð fyrir fundi um öryggisþætti lyfja, lyfjaauðkenniskerfið og lok reynslutíma á Hilton Reykjavík Nordica. Fundarstjóri var Unnur Björgvinsdóttir lyfjafræðingur. Efni fundarins er aðgengilegt hér á síðunni. Dagskrá fundarins og hlekkir á fyrirlestra: Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri Lyfjaauðkenniskerfið og endir reynslutíma fyrir notendur – hvað svo? Kristbjörg Theodórs Jónsdóttir – Tölvunarfræðingur LSH: Lyfjaauðkenniskerfið - reynsla [...]

Viðvörun frá lyfjaauðkenniskerfinu um mögulega fölsun – hvað gerir notandinn?

By |2019-10-04T10:06:06+00:00október 4th, 2019|

3. október 2019 Allar viðvaranir frá lyfjaauðkenniskerfinu þarf að skrá sem frávik samkvæmt gæðahandbók viðkomandi notanda og viðeigandi verkferlar, til að tryggja rétt viðbrögð, þurfa að vera til staðar. Ef ástæða er til að ætla að átt hafi verið við pakkningu lyfs, eða sannprófun lyfs gefur til kynna að lyf sé ekki lögmætt, skal ekki [...]

Reynslutíma lyfjaauðkenniskerfisins á Íslandi lokið.

By |2019-10-02T11:13:58+00:00október 2nd, 2019|

1.október 2019 Samkvæmt reglugerð nr. 140/2019 um öryggisþætti lyfja, skulu apótek, heilbrigðisstofnanir og lyfjaheildsölur eftir atvikum, athuga innsigli og skanna tvívíð strikamerki á lyfjapakkningum til að skoða eða breyta stöðu pakkningar í lyfjaauðkenniskerfinu fyrir afhendingu lyfs til sjúklings. Í upphafi notkunar á lyfjaauðkenniskerfinu heimilaði Lyfjastofnun að afhenda mætti lyfjapakkningu þó svo að viðvörun bærist við [...]

Go to Top