Prófun á skanna

Á vegum Evrópsku lyfjaauðkennisstofnunarinnar (EMVO) hefur verið þróað vefforrit til að prófa skanna hjá notendum lyfjaauðkenniskerfisins (EMVS).
Með forritinu verður aðgengilegt fyrir notendur EMVS að framkvæma fimm grunnpróf til að greina hvort skannar þeirra eigi í einhverjum vandræðum með að skanna tvívítt strikamerki á lyfjapakkningu. Strikamerkið er hluti af öryggisþáttum lyfja og vörn gegn lyfjafölsunum.
Það er mikilvægt að hafa í huga að forritinu er aðeins ætlað að aðstoða notendur. Forritið er þróað af Quick-Pharm-Solutions fyrir EMVO, en það er hvorki staðfest né vottað af EMVO eða Lyfjaauðkenni.
Túlkun og notkun niðurstaðna prófunar á skanna er ávallt á ábyrgð notanda.
Sem fyrr segir, er forritið hannað til að greina möguleg vandamál varðandi stillingar á strikamerkjaskanna. Standist skanninn prófin sem sett er upp í forritinu, fækkar verulega skönnunarvillum og þar með fækkar viðvörunum í lyfjaauðkenniskerfinu.
Standist skanninn ekki öll prófin, er mælt með því, að notandinn hafi samband við upplýsingatæknifyrirtækið sem þjónustar viðkomandi varðandi tengingu við lyfjaauðkenniskerfið.
Smelltu hér til að prófa strikamerkjaskanna sem á að tengjast Evrópska lyfjaauðkenniskerfinu.

Efst í hægra horni gluggans sem opnast, er hægt að velja íslenskt viðmót.