Upplýsingatæknifyrirtæki

 

Apótek, sjúkrahús og heildsalar þurfa að koma á rafrænni tengingu við gagnagrunn Lyfjaauðkennis. Til þess geta þau nýtt þann lyfjaafgreiðslu- og birgðahugbúnað sem er til staðar í viðkomandi fyrirtæki.  Lyfjaauðkenni hefur starfað með upplýsingatæknifyrirtækjum sem hafa þróað slíkan hugbúnað og látið þeim í té nauðsynlegar upplýsingar svo tengingu verði komið á milli þessara kerfa og gagnagrunns Lyfjaauðkennis. Þessi fyrirtæki eru m.a. Advania, DK Hugbúnað, LS-Retail, Nobex og TM-Software.

Einnig má koma á tengingu við lyfjaauðkenniskerfið með lausnum sem eru óháðar öðrum hugbúnaði s.s. lyfjaafgreiðslukerfi eða birgðakerfi hjá apóteki og heildsala. Slík lausn er stundum nefnt „stand-alone“ og byggir á tengingu viðkomandi starfsstöðvar við internetið og notkun á viðurkenndum netvafra s.s. MS Explorer, Chrome eða Firefox. Sem dæmi um fyrirtæki sem bjóða svona tengilausn eru Optel GroupQuick Pharm Solutions, medAspis, NMVS-Connect og Solidsoft Reply (VeriLite®).

Fyrirtæki í upplýsingatækni sem óska eftir nánari upplýsingum eru beðin um að hafa samband við Lyfjaauðkenni um netfangið info@lyfjaaudkenni.is.