EMVO/EMVS
Starfræktur er samráðsvettvangur fjölmargra hagsmunaaðila innan Evrópu sem hefur umsjón með innleiðingu reglugerðar um einkvæm auðkenni lyfja. Í þessum hópi er að finna lyfjafyrirtæki og samhliða innflytjendur, lyfjafræðinga og heildsala. Þessir samstarfsaðilar hafa komið á fót evrópsku lyfjaauðkenniskerfi (EMVS). Lyfjaauðkennisstofnun Evrópu (EMVO) gegnir lykilhlutverki í innleiðingu kerfisins. Hún starfrækir og stýrir miðlægri gagnageymslu (Evrópugáttin) sem tengir saman allar innlendu og yfirþjóðlegu? gagnageymslurnar í Evrópu og gerir kleift að kanna áreiðanleika lyfja hvar sem er í aðfangakeðju þeirra innan EES-svæðisins. Lyfjaauðkenniskerfið (EMVS) er vistað í tölvuskýi.
Til að draga úr álagi á landsvísu hjá þeim hagsmunaaðilum sem bera ábyrgð á stofnun og stjórnun lyfjauðkenniskerfa, hefur EMVO hannað kerfi sem ætlað er að auðvelda innleiðingu og framkvæmd . Þessi grind eða rammi inniheldur upplýsingar til innleiðingar á auðkenniskerfinu og lista yfir valin upplýsingatæknifyrirtæki og þjónustuveitendur sem geta sett upp kerfið. Þar á meðal er fyrirtækið Solidsoft Reply Ltd, sem er að þróa íslenska kerfið.