EMVO/EMVS

 

Starfræktur er samráðsvettvangur fjölmargra hagsmunaaðila innan Evrópu sem hefur umsjón með innleiðingu og framkvæmd reglugerðar um öryggisþætti lyfja. Í þessum hópi er að finna lyfjafyrirtæki og samhliða innflytjendur, lyfjafræðinga og heildsala.

Þessir samstarfsaðilar hafa komið á fót evrópsku lyfjaauðkenniskerfi (EMVS). Lyfjaauðkennisstofnun Evrópu (EMVO) gegnir lykilhlutverki í innleiðingu kerfisins. Hún starfrækir og stýrir miðlægri gagnageymslu (Evrópugáttin) sem tengir saman allar innlendu og yfirþjóðlegu gagnageymslurnar í Evrópu og gerir kleift að kanna áreiðanleika lyfja hvar sem er í aðfangakeðju þeirra innan EES-svæðisins.  

Evrópska gátt lyfjaauðkenniskerfisins er starfrækt af Solidsoft Reply Ltd, sem jafnframt þjónustar íslenska lyfjaauðkenniskerfið.

Nánari upplýsingar um hönnun og virkni Evrópska lyfjaauðkenniskerfisins -the European Medicines Verification System (EMVS) má finna hér