Apótek og sjúkrahús

Apótek, sjúkrahús og aðrar starfsstöðvar innan heilbrigðisþjónustunnar sem afgreiða lyf til almennings þurfa að staðfesta auðkenni lyfs við afhendingu þess til sjúklings.

Við framkvæmd á sannkennsli lyfjapakkningar, þ.e. skönnun hennar, breytist staða pakkningarinnar í „óvirk“ í gagnagrunni Lyfjaauðkennis.

Með skráningarferli Lyfjaauðkennis ehf. verður apótekum, sjúkrahúsum og öðrum starfsstöðvum innan heilbrigðisþjónustunnar sem afgreiða lyf til almennings, gert kleift að tengjast við lyfjaauðkenniskerfið.

Tenging við kerfið verður notendum að kostnaðarlausu, en tengdir aðilar þurfa sjálfir að bera kostnað af nýjum skönnum og aðlögun hugbúnaðar vegna tengingar viðkomandi starfsstöðvar við auðkenniskerfið. Nánari upplýsingar um tengimöguleika fyrir apótek og heilbrigðisþjónustustofnanir við lyfjaauðkenniskerfið má finna hér.

Um þessar mundir geta aðeins þau apótek og sjúkrahús sem taka þátt í kerfisprófunum tengst lyfjaauðkenniskerfinu. Að loknum prófunum síðar í haust, mun Lyfjaauðkenni opna á tengingu allra endanlegra notenda og koma nauðsynlegum upplýsingum á framfæri til hlutaðeigandi aðila, þar á meðal apóteka og sjúkrahúsa.

Á meðan eru apótek og sjúkrahús hvött til að hefja undirbúning sinn að tengingu við lyfjaauðkenniskerfið til að tryggja að allt verði tilbúið 9.febrúar 2019 þegar nýju kröfurnar taka gildi.

Í grófum dráttum eru undirbúningsskrefin eftirfarandi:

  • Ákveða hvar skönnun fari fram og hvaða tækjabúnað þurfi að tengja;
  • Uppfæra fyrirliggjandi hugbúnaðarkerfi til að eiga samskipti við gagnagrunn Lyfjaauðkennis og/eða setja upp sjálfstætt kerfi;
  • Innleiða nauðsynlegar breytingar á vinnubrögðum, verklagsreglum o.s.frv.;
  • Setja upp skanna til að lesa úr strikamerkjum;
  • Að upplýsa og þjálfa starfsfólk um þær breytingar sem eru fram undan;
  • Íhuga framkvæmd skoðunar á innsigli lyfjapakkninga.

Nánari upplýsingar um þau skref sem þarf að taka til að tengjast lyfjaauðkenniskerfinu má finna hér.