FRÉTTIR
Aðalfundur Lyfjaauðkennis ehf. 2024
12.03.2024
Aðalfundur Lyfjaauðkennis ehf. var haldinn þriðjudaginn 12. mars kl. 14. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í golfskála Keilis á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.
Ný stjórn félagsins var kjörin á aðalfundinum til eins árs. Stjórninn er skipuð fjórum fulltrúum hluthafa og fulltrúar félagsmanna í stjórn (lyfjaheildsalar sameiginlega, lyfsalar sameiginlega og heilbrigðisstofnana sameiginlega) eru samtals þrír. Varamenn í stjórn eru valdir með sama hætti.
Stjórn Lyfjaauðkenni er nú skipuð eftirfarandi einstaklingum:
Aðalmenn f.h. hluthafa: Brynja Dís Sólmundsdóttir, Elísabet Tómasdóttir, Guðmundur Óskarsson og Yrsa Örk Þorsteinsdóttir. Aðalmenn f.h. félagsmanna: Auður Aðalbjarnardóttir, Eva María Þórhallsdóttir og Soffía Magnúsdóttir.
Varamenn f.h. hluthafa: Anna Elín Kjartansdóttir, Atli Sigurjónsson, Fanney Ásgeirsdóttir og Sigrún Edwald. Varamenn f.h. félagsmanna: Ólafur Adolfsson, Tinna Rán Ægisdóttir og Þórbergur Egilsson. Guðmundur Óskarsson var endurkjörinn formaður stjórnar félagsins.
Á fundinum þakkaði formaður félagsins fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Guðrúnu Önnu Pálsdóttur og Bessa H. Jóhannessyni fyrir samstarfið, en þau gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Skýrslu formanns í heild sinni má finna hér.
Undir lok fundar færðu þeir Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri og Guðmundur Óskarsson, formaður stjórnar Lyfjaauðkennis, Bessa H. Jóhannessyni blómvönd í þakklætisskini fyrir samstarfið.
Tilkynning um árgjald Lyfjaauðkennis fyrir árið 2024 og breytingu á veltuflokkum
16.10.2023
Nýverið tók stjórn Lyfjaauðkennis ákvörðun um árgjöld félagsins fyrir árið 2024.
Þriðja árið í röð lækka árgjöldin frá fyrra ári og nú um 11,5%. Sú breyting er einnig gerð að veltuflokkar eru færðir til og hækkaðir. Skipting veltuflokka hefur verið óbreytt frá 2020 og þótti tímabært að skoða þróun og veltu á markaði og gæta að því að smærri fyrirtæki greiði áfram lægri árgjöld. Stjórn Lyfjaauðkennis leitast þannig við að tryggja að gjaldtaka verði ekki íþyngjandi fyrir aðila sem vilja koma inn á íslenska lyfjamarkaðinn.
Árgjöld Lyfjaauðkennis fyrir árið 2024:
- Fyrir MLH með ársveltu 2023 skv. IDM yfir 142,000 €* (20,6 m ISK): 3.160 € (458.200 ISK)
- Fyrir MLH með ársveltu 2023 skv. IDM undir 142,000 €*: 970 € (140.650 ISK)
- Fyrir MLH með IDM ársveltu 2023 undir 41,000 €* (6,1 m ISK): 290 € (42.050 ISK)
* ársvelta samkvæmt IDM tekur mið af veltu síðustu 12 mánaða (September MAT).
Fyrir nánari upplýsingar er bent á að senda fyrirspurn á netfangið info@lyfjaaudkenni.is
Aðalfundur Lyfjaauðkennis ehf. 2023
23.02.2023
Aðalfundur Lyfjaauðkennis ehf. var haldinn fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17. Að þessu sinni var fundurinn haldinn á Hilton Nordica hótelinu en einnig var boðið upp á þátttöku með rafrænum hætti. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.
Ný stjórn félagsins var kjörin á aðalfundinum til eins árs. Stjórninn er skipuð fjórum fulltrúum hluthafa og fulltrúar félagsmanna í stjórn (lyfjaheildsalar sameiginlega, lyfsalar sameiginlega og heilbrigðisstofnana sameiginlega) eru samtals þrír. Varamenn í stjórn eru valdir með sama hætti.
Stjórn Lyfjaauðkenni er nú skipuð eftirfarandi einstaklingum:
Aðalmenn f.h. hluthafa: Bessi H. Jóhannesson, Guðmundur Óskarsson, Sigrún Edwald og Yrsa Örk Þorsteinsdóttir. Aðalmenn f.h. félagsmanna: Guðrún Anna Pálsdóttir, Soffía Magnúsdóttir og Eva María Þórhallsdóttir. Varamenn f.h. hluthafa: Elísabet Tómasdóttir, Atli Sigurjónsson, Fanney Ásgeirsdóttir og Brynja Dís Sólmundsdóttir. Varamenn f.h. félagsmanna: Þórbergur Egilsson, Ólafur Adolfsson og Tinna Rán Ægisdóttir.
Á fundinum bauð formaður félagsins þau Soffíu, Atla og Fanney velkomin í stjórn um leið og hann þakkaði fráfarandi fulltrúum í stjórn, þeim Unni Björgvinsdóttur, Hálfdani G. Gunnarssyni, Jóni Óskari Hinrikssyni og Guðlaugu Ingvarsdóttur kærlega fyrir samstarfið.
Skýrslu formanns í heild sinni má finna hér: 2023_02_23_Lyfjaauðkenni_Aðalfundur-skýrsla-formanns.
Lyfjaauðkenniskerfið og innköllun lyfja – Norrænar leiðbeiningar
10.1.2023
Norrænu lyfjaauðkennisfélögin (NMVO) hafa sameiginlega gefið út leiðbeiningar um hvernig lyfjafyrirtæki, heildsalar og apótek geta með bestum hætti notað lyfjaauðkenniskerfið (EMVS) við innköllun lyfs eða þegar lyf er tekið af markaði. Tilgangur leiðbeininganna er að auka skilvirkni, gæði og verðmæti í aðfangakeðju lyfja auk þess að bæta öryggi sjúklinga.
Evrópska lyfjaauðkenniskerfið kemur í veg fyrir að fölsuð lyf berist í aðfangakeðju lyfja og til sjúklinga. Þegar möguleikar kerfisins eru notaðir á réttan hátt, eykur lyfjaauðkenniskerfið öryggi og gæði aðfangakeðjunnar með því að koma í veg fyrir að innkölluð lyf eða lyf sem tekin hafa verið af markaði, nái til sjúklinga, án óþarfa truflana á dreifingu lyfja.
Norrænu lyfjaauðkennisfélögin sem lyfjaauðkenniskerfinu á Norðurlöndunum eru:
- e-VIS – e-Verifikation in Sverige
- FiMVO – Finnish Medicines Verification Organisation
- ICEMVO – Icelandic Medicines Verification Organisation
- Nomvec – Norwegian Medicines Verification Company
- DMVO – Danish Medicines Verification Organisation
Norrænar leiðbeiningar um innköllun í lyfjaauðkenniskerfinu:
Recall and withdrawal in NMVS Nordic recommendations 2023-01-10.pdf
Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Lyfjaauðkenni og sendið póst á netfangið info@lyfjaaudkenni.is
Tilkynning um árgjald Lyfjaauðkennis fyrir árið 2023
28.10.2022
Markaðsleyfishafar lyfja á Íslandi fjármagna rekstur Lyfjaauðkennis og greiða þeir árgjald sem ákvarðað er af stjórn félagsins. Árgjöldin standa undir erlendum kostnaði til þjónustuaðila lyfjaauðkenniskerfisins og Evrópsku lyfjaauðkennisstofnunarinnar (EMVO) sem og öðrum lögboðnum verkefnum félagsins.
Rekstrakostnaður Lyfjaauðkennis er að stærstum hluta í erlendri mynt og því birtir félagið árgjaldið í evrum.
Nýverið tók stjórn Lyfjaauðkennis ákvörðun um árgjöld félagsins fyrir árið 2023. Annað árið í röð lækka árgjöldin um 10% frá fyrra ári:
• Fyrir MLH með ársveltu 2022 skv. IDM yfir 80,000 €* er árgjaldið 3.572 € (511.525 ISK)
• Fyrir MLH með ársveltu 2022 skv. IDM undir 80,000 €* er árgjaldið 1.094 € (156.589 ISK)
• Fyrir MLH með IDM ársveltu 2022 undir 16,000 €* er árgjaldið 329 € (47.041 ISK)
* ársvelta samkvæmt IDM tekur mið af veltu síðustu 12 mánaða (September MAT).
Fyrir nánari upplýsingar er bent á að senda fyrirspurn á netfangið info@lyfjaaudkenni.is.
Áramótakveðja
03.01-2022
Íslenska lyfjaauðkenniskerfið er hluti af Evrópsku samstarfsneti sem er einstakt á heimsvísu hvað skipulag og umfang varðar.
Hér starfa saman markaðsleyfishafar lyfja og aðilar sem mega afhenda almenningi lyf með það að markmiði að fyrirbyggja að fölsuð lyf komist í umferð.
Lyfjaauðkenniskerfið nær nú til 29 landa, það tengir saman 2.500 lyfjaframleiðendur, 4.000 dreifendur lyfja í heildsölu, 100.000 apótek og 6.000 sjúkrahúsapótek. Starfsemi þess eykur öryggi lyfjaafhendingar og tryggir öryggi sjúklinga.
Það má líkja lyfjaauðkenniskerfinu við öryggiskerfi á heimili, styrkur þess felst í vöktun og fælingarmætti – ekki endilega hversu oft kerfið fer í gang!
Nokkur tilvik um grunaðar lyfjafalsanir hafa komið upp á síðasta ári m.a. á mjög dýrum krabbameinslyfjum.
Einnig var í aðgerð norsku og ungversku lögreglunnar stöðvuð framleiðsla falsaðra lyfja í Ungverjalandi sem ætluð voru á markað í Noregi.
Nánar um þetta má lesa í frétt á heimasíðu EUROPOL.
Fyrir áhugasama, þá má nálgast fleiri fréttir í nýlegu fréttabréfi Evrópsku lyfjaauðkennisstofnunarinnar (EMVO).
Lyfjaauðkenni þakkar kærlega fyrir samstarfið á nýliðnu ári með bestu óskum um gleðilegt nýtt ár 2022!