Lyfjaauðkenni – upplýsingar

Lyfjaauðkenni ehf. (enskt heiti er The Icelandic Medicines Verification Organisation (ICEMVO)), er nýtt félag sem stofnað er til að standa vörð um öryggi íslenskra sjúklinga gagnvart þeirri vá sem stafar af fölsuðum lyfjum.

Tilgangur Lyfjaauðkennis ehf. er að koma á fót og reka innlent auðkennis- og gagnasamskiptakerfi fyrir lyf sem uppfyllir kröfur tilskipunar og reglugerðar ESB/EES. Til að ná þeim markmiðum og tryggja öryggi sjúklinga, starfar félagið með markaðsleyfishöfum lyfja og þeim aðilum sem starfa að dreifingu og afhendingu lyfja á Íslandi. Lyfjaauðkenni ehf. er ekki rekið í hagnaðarskyni.

Lögheimili Lyfjaauðkennis og starfsstöð:

Kringlan 7
103 Reykjavik
Ísland

Nánari upplýsingar veitir Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri, netfang info@lyfjaaudkenni.is