Óafturkræfar aðgerðir í lyfjaauðkenniskerfinu

By |2021-10-11T16:24:49+00:00október 11th, 2021|

11.10.2021 Lyfjaauðkenni vill árétta afleiðingar þess að framkvæma óafturkræfar aðgerðir í lyfjaauðkenniskerfinu. Þessar aðgerðir eru þegar lyf tekið af markaði (e.Withdrawn), framleiðslulota innköllun (e. Batch recall) og pakkning útskráð sem stolin, send til eyðingar eða útskráð af samhliða innflytjanda. Þegar lyf (vörunúmer) er tekið af markaði hefur það áhrif á allar pakkningar í öllum framleiðslulotum [...]

Rannsóknir á viðvörunum – NMVS-Alerts

By |2021-09-16T14:07:04+00:00september 16th, 2021|

16.09.2021 Lyfjaauðkenni hefur tekið í notkun hugbúnaðinn NMVS Alerts fyrir rannsóknir á viðvörunum frá lyfjaauðkenniskerfinu. Í NMVS-Alerts eru viðvaranir frá lyfjaauðkenniskerfinu birtar á aðgengilegan máta og forritið gerir kleift að rannsaka viðvörun samtímis því að nauðsynlegar upplýsingar eru gerðar aðgengilegar öðrum aðilum sem málið varðar. Kerfið er hannað sem samstarfs- og samskiptavettvangur allra þeirra sem [...]

Sumarlokun hjá Lyfjaauðkenni 2021

By |2021-07-16T12:22:47+00:00júní 30th, 2021|

16.07.2021 Skrifstofa Lyfjaauðkennis verður lokuð frá 19.júlí til 26.júlí vegna sumarleyfa. Fyrir áríðandi erindi, vinsamlegast sendið textaskilaboð á símanúmer félagsins, 660 3707 eða sendið tölvupóst. Vöktun viðvarana heldur áfram þó skrifstofan loki tímabundið. Fyrirspurnir vegna viðvarana T-póstur: alerts@lyfjaaudkenni.is Aðrar fyrirspurnir og spurningar tæknilegs eðlis T-póstur: info@lyfjaaudkenni.is Heimasíða: https://lyfjaaudkenni.is/

Fréttabréf EMVO

By |2021-04-29T16:53:39+00:00apríl 29th, 2021|

29.04.2021 Evrópska lyfjaauðkennisstofnunin (EMVO) birti nýlega fréttabréf með upplýsingum um þau verkefni sem stofnunin telur mikilvæg og eiga erindi til allra notenda lyfjaauðkenniskerfisins. Öryggi kerfisins og stöðugleiki eru þar efst á blaði, en líka hvernig markvisst hefur verið unnið að fækkunum viðvarana hjá notendum sem rekja má til tæknilegra ástæðna. Ýmislegt annað fróðlegt efni er [...]

Fölsuð COVID19 bóluefni í umferð erlendis

By |2021-04-22T16:51:00+00:00apríl 22nd, 2021|

22.04.2021 Nokkur tilvik um fölsuð COVID19 bóluefni hafa litið dagsins ljós erlendis. Fréttavefurinn Firstword Pharma greinir frá því að yfirvöld í Pólandi og Mexíkó hafi gert upptækar falsaðar pakkningar af bóluefni Pfizer/BioNtech og fréttir berast af svipuðum tilvikum frá Asíu. Það er mikil eftirspurn eftir COVID19 bóluefnum í heiminum, en ástæða þykir til að vara [...]

Uppfærsla á lyfjaauðkenniskerfinu (Release 8.0/8.0.1)

By |2021-04-06T16:14:32+00:00apríl 6th, 2021|

07.04. 2021 Næsta uppfærsla á lyfjaauðkenniskerfinu, R8.0/8.0.1, verður framkvæmd 29. apríl. Uppfært prófunarumhverfi (R8.0/8.0.1 IQE) er nú aðgengilegt fyrir upplýsingatæknifyrirtæki hjá Solidsoft Reply. Uppfærslan inniheldur ekki miklar breytingar en þeim er ætlað að auðvelda notendum, Lyfjaauðkenni og Lyfjastofnun skoðun og greiningu á viðvörunum. Nánari upplýsingar um breytingar í uppfærslunni sem geta haft áhrif notendur (apótek, [...]

Aðalfundur Lyfjaauðkennis 2021

By |2021-03-25T15:18:50+00:00mars 25th, 2021|

19.03.21 Aðalfundur Lyfjaauðkennis ehf. var haldinn föstudaginn 19. mars kl. 15. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í húsnæði félagsins í Kringlunni 7, en var einnig boðið upp á þátttöku með rafrænum hætti. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ný stjórn félagsins var kjörin á aðalfundinum til eins árs. Stjórninn er skipuð fjórum fulltrúum hluthafa og [...]

Uppfærsla á Evrópsku lyfjagáttinni (EU-HUB) 5. desember.

By |2020-12-04T15:30:15+00:00desember 4th, 2020|

04.12.2020 Evrópska lyfjagáttin verður uppfærð 5.desember (Release 1.8). Uppfærslur á þessum hluta lyfjaauðkenniskerfisins hafa fyrst og fremst þýðingu fyrir framleiðendur og markaðsleyfishafa (MLH), en uppfærslan hefur einnig þýðingu fyrir notendur að þessu sinni. Nánari upplýsingar um uppfærsluna má nálgast hér og á heimasíðu EMVO, EMVO: Letter of Announcement (office.com). Meðal nýjunga er, að nokkrar viðvaranir [...]

Uppfærsla á lyfjaauðkenniskerfinu (Release 7.1)

By |2020-11-10T16:34:36+00:00nóvember 10th, 2020|

10.11.2020 Næsta uppfærsla á lyfjaauðkenniskerfinu verður framkvæmd miðvikudaginn 11. nóvember kl. 21.00. Uppfærslan tekur um tvær til þrjár klst. og meðan á henni stendur verður ekki hægt að ná sambandi við kerfið. Helstu breytingar í þessari uppfærslu sem notendur gætu orðið varir við: Breyting á athugun á fyrningardegi þegar 2D-kóði er skannaður á lyfjapakkningu. Dagur [...]

Árgjald Lyfjaauðkennis fyrir árið 2021 – 10% lækkun frá fyrra ári

By |2020-10-13T11:49:44+00:00október 13th, 2020|

13.10.2020 Rekstur Lyfjaauðkennis er fjármagnaður með innheimtu árgjalda af markaðsleyfishöfum. Tekjur félagsins standa undir erlendum kostnaði til þjónustuaðila lyfjaauðkenniskerfisins og EMVO sem og öðrum lögboðnum verkefnum félagsins. Rekstrakostnaður Lyfjaauðkennis er að stærstum hluta í erlendri mynt og því birtir félagið árgjaldið í evrum. Innlendum samningsaðilum verða sendir reikningar í íslenskum krónum miðað verður við gengi [...]

Go to Top