10.11.2020

Næsta uppfærsla á lyfjaauðkenniskerfinu verður framkvæmd miðvikudaginn 11. nóvember kl. 21.00.

Uppfærslan tekur um tvær til þrjár klst. og meðan á henni stendur verður ekki hægt að ná sambandi við kerfið.

Helstu breytingar í þessari uppfærslu sem notendur gætu orðið varir við:

  • Breyting á athugun á fyrningardegi þegar 2D-kóði er skannaður á lyfjapakkningu.
    Dagur í dagsetningu fyrningar er ekki lengur staðfestur og því verður EKKI viðvörun ef dagur í 2D kóða samsvarar ekki þeim degi fyrningar sem framleiðandi hefur skráð í lyfjaauðkenniskerfið. Í reynd þýðir þetta að aðeins ár og mánuður er skoðað við sannprófun – þ.e. þær upplýsingar sem hægt er að lesa á umbúðum með berum augum.
  • Fyrir viðvaranir sem verða til við fyrirspurn úr íslenska kerfinu til annars landskerfis (Intermarket transactions – IMT), verður viðvörun eftirleiðis til bæði í íslenska kerfinu sem sendi fyrirspurnina (og þar sem pakkningin er staðsett) og í því landskerfi sem fyrirspurnin var send til. Þessi breytingin auðveldar rannsóknir á viðvörunum.
  • Innviðir
    –  Gamlar vefslóðir (sem innihalda port-númer, til dæmis 8978) verða óvirkar og hætta að virka.
    –  Stöðug IP-tala er innleidd og eldri IP-tala er uppfærð.

Nánari tæknilegar upplýsingar  um uppfærsluna má nálgast hér.