11.10.2021

Lyfjaauðkenni vill árétta afleiðingar þess að framkvæma óafturkræfar aðgerðir í lyfjaauðkenniskerfinu. Þessar aðgerðir eru þegar lyf tekið af markaði (e.Withdrawn), framleiðslulota innköllun (e. Batch recall) og pakkning útskráð sem stolin, send til eyðingar eða útskráð af samhliða innflytjanda.

Þegar lyf (vörunúmer) er tekið af markaði hefur það áhrif á allar pakkningar í öllum framleiðslulotum þar sem lyfið er á markaði. Þessi staða lyfsins kemur í veg fyrir að fleiri lotur séu settar inn í kerfið. Einnig munu notendur á þessum mörkuðum ekki geta útskráð neinar pakkningar viðkomandi lyfs í Evrópska lyfjaauðkenniskerfinu (EMVS)

Innköllun lotu hefur áhrif á alla pakka þar sem lotan er á markaði. Notendur geta ekki útskráð pakkningar úr lyfjaauðkenniskerfinu fyrir viðkomandi lotu.
Hvað einstakar pakkningar varðar, þá er ekki hægt að afturkalla aðgerðir sem fela í sér að stöðu pakkningar er breytt í stolin, hún hafi verið send til eyðingar eða útskráð af samhliða innflytjanda (Checked-out).

Lyfjaauðkenni vill því minna á að afturköllun vörunúmera, innköllun lotu og útskráning pakkningar sem stolin, eytt eða útskráð af samhliða innflytjanda, eru tafarlausar og óafturkræfar aðgerðir í lyfjaauðkenniskerfinu. Fyrir aðrar aðgerðir, getur notandi leiðrétt eða afturkallað aðgerð í kerfinu í allt að 10 daga.
Nánar upplýsingar má finna í fréttabréfi EMVO