31.10.2019

Þann 30.október var framkvæmd uppfærsla R.6.02 á lyfjaauðkenniskerfinu.

Uppfærslan fór fram á tímabilinu milli kl. 21:00 og 01:00 og var lyfjaauðkenniskerfið óaðgengilegt á þessum tíma.

Í kjölfar uppfærslunnar komu upp vandkvæði hjá notendum við tenginu við lyfjaauðkenniskerfið sem tengdust endurnýjun á auðkenni notanda eftir uppfærsluna. Í einhverjum tilvikum hefur dugað að endurræsa búnað, en í öðrum tilvikum þurfa notendur að hafa samband við upplýsingartæknifyrirtækið sem þjónustar viðkomandi notanda til að endurnýja tengingu við kerfið.

Lyfjaauðkenni biður notendur afsökunar á þessari truflun á starfsemi lyfjaauðkenniskerfisins.