Sumarleyfi hjá Lyfjaauðkenni

By |2020-07-08T10:34:23+00:00júlí 8th, 2020|

08.07.2020 Skrifstofa Lyfjaauðkennis verður lokuð frá 12.júlí til 4.ágúst vegna sumarleyfa. Fyrir áríðandi erindi, vinsamlegast sendið textaskilaboð á símanúmer félagsins, 660 3707 eða sendið tölvupóst. Vöktun viðvarana heldur áfram þó skrifstofan loki tímabundið. Fyrirspurnir vegna viðvarana T-póstur: alerts@lyfjaaudkenni.is Aðrar fyrirspurnir og spurningar tæknilegs eðlis T-póstur: info@lyfjaaudkenni.is Heimasíða: https://lyfjaaudkenni.is/

Uppfærsla á lyfjaauðkenniskerfinu – R6.2.

By |2020-04-30T14:21:58+00:00apríl 30th, 2020|

30.04.2020 Næstu uppfærslu á lyfjaauðkenniskerfinu (NBS R6.2) verður ýtt úr vör þriðjudaginn 5.maí kl. 22. Ekki verður hægt að ná sambandi við kerfið  í þrjár til fjórar klst. meðan á uppfærslunni stendur. Með breytingunni verða fleiri skýrslur gerðar aðgengilegar úr lyfjaauðkenniskerfinu fyrir lyfjastofnanir í Evrópu. Að auki verður tækifærið notað til að framkvæma nokkrar minniháttar [...]

Aðalfundur Lyfjaauðkennis ehf. 2020

By |2020-04-01T09:05:19+00:00apríl 1st, 2020|

Aðalfundur Lyfjaauðkennis ehf. var haldinn föstudaginn 27. mars kl. 16. Fundurinn var haldinn með rafrænum hætti að þessu sinni, en á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ný stjórn félagsins var kjörin á aðalfundinum til eins árs. Stjórninn er skipuð fjórum fulltrúum hluthafa og þar skal a.m.k. vera einn fulltrúi framleiðenda frumlyfja, einn fulltrúi samheitalyfja og einn [...]

Mælaborð lyfjaauðkenniskerfisins

By |2020-02-10T14:07:01+00:00febrúar 3rd, 2020|

03.02.2020 Notendum lyfjaauðkenniskerfisins gefst nú aðgangur að mælaborði sem veitir yfirlit yfir starfsemi kerfisins á Íslandi og ellefu öðrum löndum sem nota kerfi frá Solidsoft Reply. Mælaborðið vaktar með sjálfvirkum hætti þrettán mismunandi aðgerðir í lyfjaauðkenniskerfinu og sýnir niðurstöður tveggja síðustu aðgerða í vöktuninni. Grænn litur hjá viðkomandi landi gefur til kynna að báðar aðgerðirnar [...]

Að tengjast lyfjaauðkenniskerfinu

By |2020-01-16T11:47:35+00:00janúar 16th, 2020|

16-01-2020 Lyfjaauðkenni vekur athygli á þeirri skyldu aðila sem hafa leyfi til að afhenda almenningi lyf, að sannreyna öryggisþætti lyfjapakkningar fyrir afhendingu. Öryggisþættirnir eru annars vegar órofið innsigli og hins vegar að upplýsingar í tvívíðu strikamerki pakkningarinnar séu í samræmi við gögn sem framleiðandi lyfsins skráir inn í gagnagrunn lyfjaauðkenniskerfisins. Notandinn skannar tvívíða strikamerkið og [...]

Lyfjaauðkenniskerfið – Uppfærsla 12.desember

By |2019-12-12T16:01:44+00:00desember 12th, 2019|

12.12.2019 Í kvöld, 12. desember, verður framkvæmd uppfærsla R.6.1.1 á lyfjaauðkenniskerfinu. Tilgangur uppfærslunnar er fyrst og fremst að efla og bæta upplýsingagjöf til lyfjastofnana í Evrópu. Uppfærslan hefur engin áhrif á kerfi eða viðmót hjá öðrum notendum lyfjaauðkenniskerfisins. Uppfærslan fer fram á tímabilinu milli kl. 21:00 og 01:00 og á þessum tíma verður lyfjaauðkenniskerfið óaðgengilegt.

Árgjald Lyfjaauðkennis fyrir árið 2020

By |2019-11-05T10:57:09+00:00nóvember 5th, 2019|

05.11.2019 Tilgangur Lyfjaauðkennis er að stofna og reka innlent auðkennis- og gagnasamskiptakerfi fyrir lyf, sem er samhæft við Lyfjaauðkennisstofnun Evrópu (EMVO), og þannig uppfylla kröfur reglugerðar um öryggisþætti lyfja  sem ætlað er að koma í veg fyrir að fölsuð lyf komist í aðfangakeðju lyfja og til sjúklinga. Lyfjaauðkenni er ekki rekið í hagnaðarskyni. Rekstur Lyfjaauðkennis [...]

Lyfjaauðkenniskerfið – fréttir af uppfærslu R6 30. október.

By |2019-10-31T12:40:52+00:00október 31st, 2019|

31.10.2019 Þann 30.október var framkvæmd uppfærsla R.6.02 á lyfjaauðkenniskerfinu. Uppfærslan fór fram á tímabilinu milli kl. 21:00 og 01:00 og var lyfjaauðkenniskerfið óaðgengilegt á þessum tíma. Í kjölfar uppfærslunnar komu upp vandkvæði hjá notendum við tenginu við lyfjaauðkenniskerfið sem tengdust endurnýjun á auðkenni notanda eftir uppfærsluna. Í einhverjum tilvikum hefur dugað að endurræsa búnað, en [...]

Lyfjaauðkenniskerfið – uppfærsla 30. október.

By |2019-10-30T14:54:41+00:00október 30th, 2019|

Í kvöld, 30.október, verður framkvæmd uppfærsla R.6.02 á lyfjaauðkenniskerfinu. Uppfærslan fer fram á tímabilinu milli kl. 21:00 og 01:00 og á þessum tíma verður lyfjaauðkenniskerfið óaðgengilegt. Nánari upplýsingar um uppfærsluna verða aðgengilegar á hér á vef Lyfjaauðkennis.

Morgunverðarfundur um lyfjaauðkenniskerfið og öryggisþætti lyfja

By |2019-10-10T11:28:19+00:00október 10th, 2019|

08.10.19 Lyfjaauðkenni stóð fyrir fundi um öryggisþætti lyfja, lyfjaauðkenniskerfið og lok reynslutíma á Hilton Reykjavík Nordica. Fundarstjóri var Unnur Björgvinsdóttir lyfjafræðingur. Efni fundarins er aðgengilegt hér á síðunni. Dagskrá fundarins og hlekkir á fyrirlestra: Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri Lyfjaauðkenniskerfið og endir reynslutíma fyrir notendur – hvað svo? Kristbjörg Theodórs Jónsdóttir – Tölvunarfræðingur LSH: Lyfjaauðkenniskerfið - reynsla [...]

Go to Top