Undanþágulyf og auðkenning lyfja – breytingar vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og aftengingar Breska lyfjaauðkenniskerfisins 1. janúar 2025 (BREXIT/NIXIT)
Undanþágulyf með markaðsleyfi í Evrópu og sem er lyfseðilsskylt þar sem það er sett á markað, ber öryggisþætti samkvæmt kröfum reglugerðar EB 2016/161. Framleiðandinn skráir upplýsingar um pakkninguna, lotu, fyrningu og einkvæmt öryggisnúmer inn i Evrópska lyfjaauðkenniskerfið og innflytjandi (heildsala) getur sannreynt pakkninguna við móttökuskoðun í vöruhúsi. Með sama hætti getur apótek, sannreynt og útskráð [...]