12.03.2024

Aðalfundur Lyfjaauðkennis ehf. var haldinn þriðjudaginn 12. mars kl. 14. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í golfskála Keilis á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.

Ný stjórn félagsins var kjörin á aðalfundinum til eins árs. Stjórninn er skipuð fjórum fulltrúum hluthafa og fulltrúar félagsmanna í stjórn (lyfjaheildsalar sameiginlega, lyfsalar sameiginlega og heilbrigðisstofnana sameiginlega) eru samtals þrír. Varamenn í stjórn eru valdir með sama hætti.

Stjórn Lyfjaauðkenni er nú skipuð eftirfarandi einstaklingum:

Aðalmenn f.h. hluthafa: Brynja Dís Sólmundsdóttir, Elísabet Tómasdóttir, Guðmundur Óskarsson og Yrsa Örk Þorsteinsdóttir. Aðalmenn f.h. félagsmanna: Auður Aðalbjarnardóttir, Eva María Þórhallsdóttir og Soffía Magnúsdóttir.

Varamenn f.h. hluthafa: Anna Elín Kjartansdóttir, Atli Sigurjónsson, Fanney Ásgeirsdóttir og Sigrún Edwald. Varamenn f.h. félagsmanna: Ólafur Adolfsson, Tinna Rán Ægisdóttir og Þórbergur Egilsson. Guðmundur Óskarsson var endurkjörinn formaður stjórnar félagsins.

Á fundinum þakkaði formaður félagsins fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Guðrúnu Önnu Pálsdóttur og Bessa H. Jóhannessyni fyrir samstarfið, en þau gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Skýrslu formanns í heild sinni má finna hér.

Undir lok fundar færðu þeir Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri og Guðmundur Óskarsson, formaður stjórnar Lyfjaauðkennis, Bessa H. Jóhannessyni blómvönd í þakklætisskini fyrir samstarfið.