03.01-2022

Íslenska lyfjaauðkenniskerfið er hluti af Evrópsku samstarfsneti sem er einstakt á heimsvísu hvað skipulag og umfang varðar.
Hér starfa saman markaðsleyfishafar lyfja og aðilar sem mega afhenda almenningi lyf með það að markmiði að fyrirbyggja að fölsuð lyf komist í umferð.
Lyfjaauðkenniskerfið nær nú til 29 landa, það tengir saman 2.500 lyfjaframleiðendur, 4.000 dreifendur lyfja í heildsölu, 100.000 apótek og 6.000 sjúkrahúsapótek. Starfsemi þess eykur öryggi lyfjaafhendingar og tryggir öryggi sjúklinga.

Það má líkja lyfjaauðkenniskerfinu við öryggiskerfi á heimili, styrkur þess felst í vöktun og fælingarmætti – ekki endilega hversu oft kerfið fer í gang!
Nokkur tilvik um grunaðar lyfjafalsanir hafa komið upp á síðasta ári m.a. á mjög dýrum krabbameinslyfjum.
Einnig var í aðgerð norsku og ungversku lögreglunnar stöðvuð framleiðsla falsaðra lyfja í Ungverjalandi sem ætluð voru á markað í Noregi.
Nánar um þetta má lesa í frétt á heimasíðu EUROPOL.

Fyrir áhugasama, þá má nálgast fleiri fréttir í nýlegu fréttabréfi Evrópsku lyfjaauðkennisstofnunarinnar (EMVO).

Lyfjaauðkenni þakkar kærlega fyrir samstarfið á nýliðnu ári með bestu óskum um gleðilegt nýtt ár 2022!