16.10.2023
Nýverið tók stjórn Lyfjaauðkennis ákvörðun um árgjöld félagsins fyrir árið 2024.
Þriðja árið í röð lækka árgjöldin frá fyrra ári og nú um 11,5%. Sú breyting er einnig gerð að veltuflokkar eru færðir til og hækkaðir. Skipting veltuflokka hefur verið óbreytt frá 2020 og þótti tímabært að skoða þróun og veltu á markaði og gæta að því að smærri fyrirtæki greiði áfram lægri árgjöld. Stjórn Lyfjaauðkennis leitast þannig við að tryggja að gjaldtaka verði ekki íþyngjandi fyrir aðila sem vilja koma inn á íslenska lyfjamarkaðinn.
Árgjöld Lyfjaauðkennis fyrir árið 2024:
- Fyrir MLH með ársveltu 2023 skv. IDM yfir 142,000 €* (20,6 m ISK): 3.160 € (458.200 ISK)
- Fyrir MLH með ársveltu 2023 skv. IDM undir 142,000 €*: 970 € (140.650 ISK)
- Fyrir MLH með IDM ársveltu 2023 undir 41,000 €* (6,1 m ISK): 290 € (42.050 ISK)
* ársvelta samkvæmt IDM tekur mið af veltu síðustu 12 mánaða (September MAT).
Fyrir nánari upplýsingar er bent á að senda fyrirspurn á netfangið info@lyfjaaudkenni.is