28.10.2022

Markaðsleyfishafar lyfja á Íslandi fjármagna rekstur Lyfjaauðkennis og greiða þeir árgjald sem ákvarðað er af stjórn félagsins. Árgjöldin standa undir erlendum kostnaði til þjónustuaðila lyfjaauðkenniskerfisins og Evrópsku lyfjaauðkennisstofnunarinnar (EMVO) sem og öðrum lögboðnum verkefnum félagsins.

Rekstrakostnaður Lyfjaauðkennis er að stærstum hluta í erlendri mynt og því birtir félagið árgjaldið í evrum.

Nýverið tók stjórn Lyfjaauðkennis ákvörðun um árgjöld félagsins fyrir árið 2023. Annað árið í röð lækka árgjöldin um 10% frá fyrra ári:

• Fyrir MLH með ársveltu 2022 skv. IDM yfir 80,000 €* er árgjaldið 3.572 € (511.525 ISK)
• Fyrir MLH með ársveltu 2022 skv. IDM undir 80,000 €* er árgjaldið 1.094 € (156.589 ISK)
• Fyrir MLH með IDM ársveltu 2022 undir 16,000 €* er árgjaldið 329 € (47.041 ISK)
* ársvelta samkvæmt IDM tekur mið af veltu síðustu 12 mánaða (September MAT).

Fyrir nánari upplýsingar er bent á að senda fyrirspurn á netfangið info@lyfjaaudkenni.is.