14.05.2018

Íslenska lyfjaauðkenniskerfið (Icelandic Medicines Verification System – ICEMVS) er nú komið með virka tengingu við Evrópsku lyfjaauðkennisgáttina (EU-Hub).

Í kjölfar þessa áfanga mun Lyfjaauðkenni ehf nú hefja prófanir á kerfinu með völdum notendum úr röðum apóteka og  lyfjaheildsala sem verða tengdir kerfi Lyfjaauðkennis. Með þessum hætti gefst nægilegt svigrúm fyrir alla aðila innan íslensku lyfjaaðfangakeðjunnar til tengingar, prófana og undirbúnings starfsfólks, tímanlega fyrir gildistöku kröfu um lyfjaauðkenningu þann 9.febrúar 2019.

Lyfjaauðkenni hvetur alla framleiðendur til að tengjast Evrópsku gáttinni og setja þar inn upplýsingar um lyf sem ætluð eru fyrir Ísland, þ.m.t. fjöllandapakkningar fyrir Ísland, Danmörku og Svíþjóð S – Íslenska lyfjaauðkenniskerfið er tilbúið til móttöku á gögnum.

Lyfjaauðkenni ehf vill að lokum þakka þeim fjölmörgu markaðsleyfishöfum sem lokið hafa skráningu hjá félaginu. Fyrirtæki sem ekki hafa skráð sig, eru beðin um að gera það sem fyrst. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni http://lyfjaaudkenni.is/en/ma-holders/.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins http://lyfjaaudkenni.is og einnig er hægt að senda okkur póst um netfangið info@lyfjaaudkenni.is.