08.10.19

Lyfjaauðkenni stóð fyrir fundi um öryggisþætti lyfja, lyfjaauðkenniskerfið og lok reynslutíma á Hilton Reykjavík Nordica. Fundarstjóri var Unnur Björgvinsdóttir lyfjafræðingur. Efni fundarins er aðgengilegt hér á síðunni.

Dagskrá fundarins og hlekkir á fyrirlestra:

Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri
Lyfjaauðkenniskerfið og endir reynslutíma fyrir notendur – hvað svo?

Kristbjörg Theodórs Jónsdóttir – Tölvunarfræðingur LSH:
Lyfjaauðkenniskerfið – reynsla af fyrstu 8 mánuðunum hjá Landspítala

Magnús Steinþórsson, rekstrarstjóri:
Lyfjaauðkenniskerfið – reynsla af fyrstu 8 mánuðunum hjá Lyfjaveri og möguleg framtíðarnotkun.

Lyfjaauðkenni hefur uppfært upplýsingar og leiðbeiningar fyrir notendur lyfjaauðkenniskerfisins í ljósi þess að undirbúningstími fyrir notendur er á enda. Þar má meðal annars finna stutta lýsingu á því hvernig notandi getur tekið á viðvörunum frá kerfinu og á skönnun pakkninga.