Málþing um lyfjaauðkenniskerfið og nýja öryggisþætti lyfja
Málþing um lyfjaauðkenniskerfið og nýja öryggisþætti lyfja var haldið á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, föstudaginn 26. október 2018.
Á málþinginu fór Sindri Kristjánsson lögfræðingur hjá Lyfjastofnun yfir skyldur og ábyrgð notenda lyfjaauðkenniskerfisins og gerði grein fyrir því ferli innleiðingar í íslenska löggjöf sem nú stendur yfir. Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri Lyfjaauðkennis ehf. sagði frá lyfjaauðkenniskerfinu, uppbyggingu þess og virkni. Um sjónarhorn notenda kerfisins fjölluðu þau Kristbjörg Theodórs Jónsdóttir, tölvunarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Landspítala og Magnús Steinþórsson hjá Lyfjaveri.
Að erindum loknum voru fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri var Unnur Björgvinsdóttir, lyfjafræðingur.
Skipuleggjendur málþingsins voru Lyfjaauðkenni ehf og Lyfjastofnun í sameiningu og var það sérstaklega ætlað væntanlegum notendum lyfjaauðkenniskerfisins, þ.e. apótekum, lyfjaheildsölum og heilbrigðisþjónustustofnunum. Á málþingið voru skráðir um 110 þátttakendur og það þótti takast vel. Málþingið var tekið upp og verður birt í heild á vef Lyfjastofnunar.
Upptökuna og annað efni frá málþinginu má nálgast á vef Lyfjastofnunar.