Innleiðingin

Þeir aðilar sem standa að Lyfjaauðkenni ehf vænta þess að innleiðing tilskipunarinnar og uppsetning auðkenniskerfisins gangi vel fyrir sig hér á landi. Fjöldi apóteka og annarra aðila sem koma til með að þurfa að tengjast kerfinu er viðráðanlegur og fjöldi þeirra hugbúnaðarfyrirtækja sem þjónusta þennan markað er talinn á fingrum annarrar handar. Flækjustigið er öllu meira á stærri mörkuðum þar sem fjöldi apóteka, sjúkrahúsa, heildsala o.s.frv. sem þurfa að tengjast auðkenniskerfinu, telur tugi þúsunda fyrirtækja og stofnana.

Undirbúningur að stofnun Lyfjaauðkennis ehf er á lokastigi og viðræður við þá aðila sem tengja aðildarlöndin við evrópska lyfjaauðkenniskerfið eru hafnar. Jafnframt er verið að skoða kosti þess að setja kerfið upp með öðrum markaði á Norðurlöndunum og ná þannig fram meiri hagkvæmni við rekstur kerfisins til framtíðar. Fari sem horfir verða fyrstu tengingar apóteka og heildsala við kerfið prófaðar síðar á árinu og það að full starfhæft fyrir árslok 2018, eða vel í tæka tíð fyrir skildubundna notkun þess frá 9. febrúar 2019.

Lyfjaauðkenni mun leiða alla innleiðingu verkefnisins á Íslandi, annast samskipti við EMVO og aðra aðila sem koma að verkefninu, samþætta einstaka liði verksins hér á landi og tryggja öryggi auðkenniskerfisins. Lyfjaaukenni mun einnig skilgreina verkferla í samvinnu við Lyfjastofnun varðandi það hvernig brugðist skuli við komi upp flöggun í kerfinu vegna mögulega falsaðrar  eða svikinnar vöru.

Eins og fyrr segir standa lyfjaframleiðendur straum af kostnaði við uppsetningu og rekstur kerfisins, en hugbúnaðargerð vegna tengingar einstakra notenda, apóteka, sjúkrahúsa, o.s.frv. við kerfið og verklagsreglur því tengdu, eru á ábyrgð og kostaðar af  hlutaðeigandi aðilum.

Varðandi þær upplýsingar sem verða til við auðkenningu lyfja í þessu nýja kerfi, þá verða ekki í því neinar persónugreinanlegar upplýsingar og gögn sem verða til við notkun þess verða í eigu þeirra sem setja þau inn í kerfið. Þessi gögn eru í tvennskonar, þ.e. upplýsingar frá framleiðanda lyfs um heiti þess, lotunúmer, fyrningu og einkvæmt auðkennisnúmer hverrar pakkningar og hinsvegar frá apóteki þegar uppruni viðkomandi pakkningar er staðfestur með skönnun við afhendingu lyfsins.

Lokaorð

Innleiðing þessa nýja verklags við afgreiðslu lyfja kallar á samvinnu og samstarf Lyfjaauðkennis við alla þá aðila framleiða, dreifa og afhenda lyf til sjúklinga. Þáttur Lyfjastofnunar og Velferðarráðuneytis varðandi nauðsynlegt regluverk og eftirlit verður einnig mjög mikilvægur. Lyfjaauðkenni mun á næstunni kynna nánar starfsemi félagsins og helstu verkefni.

Það er von þeirra fyrirtækja og samtaka sem standa að hinu nýja félagið, að samstarfið um innleiðinguna gangi vel og að Ísland verði tengt og tilbúið fyrir auðkenningu lyfja þann 9.febrúar 2019 og þannig að traust og tiltrú almennings á þessum mikilvæga þætti heilbrigðisþjónustunnar haldist óbreytt.