Pangea XI aðgerðinni er nýlokið og í henni var lagt hald á 500 tonn af fölsuðum lyfjum og lækningatækjum að andvirði um 15 milljón dollara. Áhersla aðgerðarinnar var á dreifikerfi lyfja sem skipulögð glæpastarfsemi nýtir við að koma varningi á framfæri.
Pangea aðgerðirnar eru alþjóðlegar aðgerðir sem standa yfir í viku ár hvert undir stjórn Interpol og markmið þeirra er að uppræta glæpastarfsemi sem liggur að baki lyfjafölsunum og ólöglegri sölu lyfja á netinu.
Í aðgerðunum taka þátt; tollayfirvöld, heilbrigðisyfirvöld, lögregluyfirvöld og einkaaðilar í þátttökulöndunum. Að þessu sinni tóku 116 lönd þátt í aðgerðinni.
Nánari upplýsingar um Pangea XI aðgerðina á heimasíðu Interpol.