19.03.21
Aðalfundur Lyfjaauðkennis ehf. var haldinn föstudaginn 19. mars kl. 15. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í húsnæði félagsins í Kringlunni 7, en var einnig boðið upp á þátttöku með rafrænum hætti. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.
Ný stjórn félagsins var kjörin á aðalfundinum til eins árs. Stjórninn er skipuð fjórum fulltrúum hluthafa og þar skal a.m.k. vera einn fulltrúi framleiðenda frumlyfja, einn fulltrúi samheitalyfja og einn fulltrúi samhliðainnflytjenda. Fulltrúar félagsmanna í stjórn (lyfjaheildsalar sameiginlega, lyfsalar sameiginlega og heilbrigðisstofnana sameiginlega) eru samtals þrír. Varamenn í stjórn eru valdir með sama hætti.
Stjórn Lyfjaauðkenni er nú skipuð eftirfarandi einstaklingum:
Aðalmenn f.h. hluthafa: Bessi H. Jóhannesson, Guðmundur Óskarsson, Unnur Björgvinsdóttir og Guðlaug Ingvarsdóttir. Aðalmenn f.h. félagsmanna: Guðrún Anna Pálsdóttir, Hálfdan G. Gunnarsson og Hákon Steinsson. Varamenn f.h. hluthafa: Elísabet Tómasdóttir, Jón Óskar Hinriksson, Sigrún Edwald og Yrsa Örk Þorsteinsdóttir. Varamenn f.h. félagsmanna: Þórbergur Egilsson, Ólafur Adolfsson og Tinna Rán Ægisdóttir. Guðmundur Óskarsson var endurkjörinn formaður stjórnar félagsins.
Á fundinum þakkaði formaður félagsins fráfarandi stjórnarmönnum, þeim Sigurði Traustasyni, Regínu Hallgrímsdóttur og Arnþrúði Jónsdóttur fyrir samstarfið, en þau gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Skýrslu formanns í heild sinni má finna hér.