Mánudaginn 11.desember var haldin vinnustofa Lyfjaauðkennis og Solidsoft Reply fyrir upplýsingatæknifyrirtæki.
Tveir sérfræðingar frá Solidsoft héldu námskeiðið og stóð dagskrá yfir frá kl. 9 til 16.
Á námskeiðið mættu fulltrúar og hugbúnaðarsérfræðingar frá Advania, Delfi, dk Hugbúnaði, Landspítala, LS Retail, Lyf og heilsu, Lyfjaveri, Nobex, Parlogis, Strikamerki, TM Software og Veritas/Distica, alls 21 þátttakandi.
Í kjölfar vinnustofunnar fá þessir aðilar aðgang að tæknilegu þróunarumhverfi SSR og geta hafist handa við þróun hugbúnaðarlausna sem tengja innlenda notendur við lyfjaauðkenniskerfið. Ráðgert er að hefja fyrstu prófanir (pilot) í mars á næsta ári og vonandi verða einhverjir þátttakendanna þá tilbúnir með hugbúnað til prófunar.