10.1.2023

Norrænu lyfjaauðkennisfélögin (NMVO) hafa sameiginlega gefið út leiðbeiningar um hvernig lyfjafyrirtæki, heildsalar og apótek geta með bestum hætti notað lyfjaauðkenniskerfið (EMVS) við innköllun lyfs eða þegar lyf er tekið af markaði. Tilgangur leiðbeininganna er að auka skilvirkni, gæði og verðmæti í aðfangakeðju lyfja auk þess að bæta öryggi sjúklinga.

Evrópska lyfjaauðkenniskerfið kemur í veg fyrir að fölsuð lyf berist í aðfangakeðju lyfja og til sjúklinga. Þegar möguleikar kerfisins eru notaðir á réttan hátt, eykur lyfjaauðkenniskerfið öryggi og gæði aðfangakeðjunnar með því að koma í veg fyrir að innkölluð lyf eða lyf sem tekin hafa verið af markaði, nái til sjúklinga, án óþarfa truflana á dreifingu lyfja.

Norrænu lyfjaauðkennisfélögin sem lyfjaauðkenniskerfinu á Norðurlöndunum eru:

Norrænar leiðbeiningar um innköllun í lyfjaauðkenniskerfinu:
Recall and withdrawal in NMVS Nordic recommendations 2023-01-10.pdf 

Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við Lyfjaauðkenni og sendið póst á netfangið info@lyfjaaudkenni.is