14.10.2021
Næsta uppfærsla á lyfjaauðkenniskerfinu, R9.0 verður framkvæmd miðvikudaginn 27.október kl. 20:00.
Uppfært prófunarumhverfi (R9.0 IQE) hefur verið aðgengilegt fyrir upplýsingatæknifyrirtæki frá 27.ágúst.
Breytingar í uppfærslunni sem geta haft áhrif notendur (apótek, heildsala og heilbrigðisstofnanir) eru helstar:
- Gerð er breyting varðandi fjölda endurtekinna tilrauna (skannana) sem notandi hefur til að breyta stöðu pakkningar í kerfinu. Þetta er gert til samræmis við kerfi nágrannalanda og varðar hversu oft hægt er að gera tilraun til að breyta stöðu pakkningar á sömu starfsstöð.
Athugið! Eftir breytinguna verður fjöldi leyfðra skannana á sama pakka, tvær í stað níu áður. Þriðja tilraun til að breyta stöðu pakkningar framkallar viðvörun frá kerfinu.
- Hætt verður notkun öryggisreglna (Cipher Suites) sem teljast veikar. Þetta er gert til að tryggja og viðhalda öruggu kerfi og lágmarka hættu á að öryggisatvik eigi sér stað. Upplýsingartæknifyrirtæki sem þjónusta notendur sem tengjast lyfjaauðkenniskerfinu, hafa fengið nánari upplýsingar um gildandi öryggireglur, en þær má finna má í „Release Note, Release 9.0“, sem Solidsoft Reply hefur útbúið.
Athugið! Til að viðhalda tengingu við lyfjaauðkenniskerfið verður hugbúnaður notanda að styðja við þær öryggisreglur „Cipher Suites“ sem tilgreindar eru í Release 9. Ef notandi ert ekki viss um þetta atriði, þá biðjum við viðkomandi um að hafa samband við upplýsingatæknifyrirtækið sem þjónustar hugbúnaðinn hjá notanda.
- Forritaskil 1.5 (API útgáfa 1.5) er fjarlægð og hættir með því að virka sem tenging við lyfjaauðkenniskerfið.
- Eftir uppfærslu R9 verður kerfi notanda sem vill tengjast lyfjaauðkenniskerfinu, sjálfkrafa vísað í nýjustu útgáfu forritaskila (API 2.2). Ef notuð eru önnur forritaskil, þá eru það tilmæli Lyfjaauðkennis að tilgreina alltaf hvaða API útgáfa skuli notuð.
- API útgáfa 2.1 hættir að vera studd en er nothæf áfram. API 2.1 verður síðan fjarlægt í uppfærslu R11, sem áætlað er að fari fram haustið 2022.
- API útgáfa 2.0 verður fjarlægð í uppfærslu R10 vorið 2022
Allar nánari tæknilegar upplýsingar um uppfærsluna er að finna í Release Note 9.0 sem fáanlegt hjá Lyfjaauðkenni (info@lyfjaaudkenni.is).