13.10.2020
Rekstur Lyfjaauðkennis er fjármagnaður með innheimtu árgjalda af markaðsleyfishöfum. Tekjur félagsins standa undir erlendum kostnaði til þjónustuaðila lyfjaauðkenniskerfisins og EMVO sem og öðrum lögboðnum verkefnum félagsins.
Rekstrakostnaður Lyfjaauðkennis er að stærstum hluta í erlendri mynt og því birtir félagið árgjaldið í evrum. Innlendum samningsaðilum verða sendir reikningar í íslenskum krónum miðað verður við gengi á útgáfudegi í byrjun árs 2021.
Árgjaldið getur tekið breytingum milli ára því það er háð áætluðum rekstrarkostnaði og fjölda samningsbundinna markaðsleyfishafa (MLH) með skráð mannalyf á Íslandi.
Nýverið tók stjórn Lyfjaauðkennis ákvörðun um árgjöld félagsins fyrir árið 2021. Árgjöldin lækka um 10% frá fyrra ári í evrum talið. Lækkunin er möguleg vegna lægri rekstrarkostnaðar lyfjaauðkenniskerfisins á næsta ári og þess að samningsbundnir markaðsleyfishafar eru fleiri er áætlanir gerðu ráð fyrir:
- Fyrir MLH með ársveltu 2020 skv. IDM yfir 80,000 €* er árgjaldið 4.410 €
- Fyrir MLH með ársveltu 2020 skv. IDM undir 80,000 €* er árgjaldið 1.350 €
- Fyrir MLH með IDM ársveltu 2020 undir 16,000 €* er árgjaldið 405 €
* IDM ársvelta í EUR er reiknuð miðað við meðalgengi ársins 2020.
Ef óskað er nánari upplýsingar er bent á að senda fyrirspurn á netfangið info@lyfjaaudkenni.is.