30.04.2020
Næstu uppfærslu á lyfjaauðkenniskerfinu (NBS R6.2) verður ýtt úr vör þriðjudaginn 5.maí kl. 22. Ekki verður hægt að ná sambandi við kerfið í þrjár til fjórar klst. meðan á uppfærslunni stendur.
Með breytingunni verða fleiri skýrslur gerðar aðgengilegar úr lyfjaauðkenniskerfinu fyrir lyfjastofnanir í Evrópu.
Að auki verður tækifærið notað til að framkvæma nokkrar minniháttar lagfæringar á kerfinu (bug-fixes) og þá verður jafnframt hætt stuðningi við úrelta öryggis-staðla (MS TLS 1.0 og TLS 1.1).
Kerfið styður eftir sem áður TLS 1.2, auk annarra nýrri staðla.