03.02.2020
Notendum lyfjaauðkenniskerfisins gefst nú aðgangur að mælaborði sem veitir yfirlit yfir starfsemi kerfisins á Íslandi og ellefu öðrum löndum sem nota kerfi frá Solidsoft Reply. Mælaborðið vaktar með sjálfvirkum hætti þrettán mismunandi aðgerðir í lyfjaauðkenniskerfinu og sýnir niðurstöður tveggja síðustu aðgerða í vöktuninni.
Grænn litur hjá viðkomandi landi gefur til kynna að báðar aðgerðirnar hafi heppnast og að viðkomandi landskerfið starfi eðlilega. Gulur litur sýnir að önnur tveggja síðustu aðgerða hafi misheppnast og liturinn verður rauður ef hnökrar voru við framkvæmd beggja síðustu aðgerða.
Upplýsingarnar yfir starfsemi kerfisins í viðkomandi landi eru birtar á opnu vefsvæði (https://status.nmvo.eu/).
Lyfjaauðkenni vonast til að þessi nýjung veiti notendum gagnlega yfirsýn yfir virkni lyfjaauðkenniskerfisins.