Starfshættir

Lyfjaauðkenni ehf. ber ábyrgð á að koma á fót og starfrækja auðkenniskerfi fyrir lyf á Íslandi.

Lyfjastofnun ber að annast eftirlit með starfsemi auðkenniskerfisins og ganga úr skugga um að Lyfjaauðkenni ehf, sem ábyrgðaraðili fyrir stofnun og rekstri lyfjaauðkenniskerfisins, starfi í samræmi við þær reglur sem tilgreindar eru í hlutaðeigandi lögum innan ESB/EES.

Velferðarráðuneytið fylgist einnig með starfsemi Lyfjaauðkennis ehf. þar sem ríkisstjórn Íslands er ábyrg fyrir innleiðingu ákvæða EES-samningsins á Íslandi um varnir gegn fölsuðum lyfjum innan settra tímamarka.