EMVO biðlar til allra þeirra aðila (OBP) sem ætla að tengjast EU-Hub, að hefja það ferli sem fyrst. EMVO bendir jafnframt á, að síðustu forvöð til að tengjast tímanlega eru fyrir júnílok 2018
On-boarding Partner (OBP) kallast aðili sem er markaðsleyfishafi (MLH) og setur inn gögn í lyfjaauðkenniskerfi EMVO. Hver OBP aðili getur verið fulltrúi fleiri en eins MLH.
EMVO vill benda OBP aðilum á að síðustu forvöð til að tengjast lyfjaauðkenniskerfinu tímanlega er fyrir júnílok 2018. Eftir þann tíma er hætta á að ekki takist að setja ljúka ferli tengingar og uppsetningar gagna frá viðkomandi fyrirtæki sem þurfa að vera til staðar þegar lyfjaauðkenniskerfið verður virkt þann 9.febrúar 2019.
Sjá nánar hér.