Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Lyfjaauðkennis ehf.

(1.útg. júlí 2018)

Inngangur

Tilgangur persónuverndarstefnu Lyfjaauðkennis er að veita upplýsingar um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu Lyfjaauðkennis kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Markmið okkar er að starfsmenn, viðskiptavinir, aðrir viðsemjendur og einstaklingar, eins og við á hverju sinni, séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsingar.

Ábyrgð

Lyfjaauðkenni ehf. kt. 510717-0820, hér eftir nefnt Lyfjaauðkenni eða Fyrirtækið, vinnur eða meðhöndlar persónuupplýsingar sem fyrirtækið safnar sem ábyrgðaraðili. Lyfjaauðkenni hefur aðsetur í Kringlunni 7, 103 Reykjavík.

Meginreglur um vinnslu persónuupplýsinga

Lyfjaauðkenni starfar samkvæmt meginreglum um vinnslu persónuupplýsinga og þar af leiðir verður þess gætt:

  • að þær séu unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti;
  • að þær séu fengnar í skýrt tilgreindum, lögmætum og málefnalegum tilgangi;
  • að þær séu nægilegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er;
  • að þær séu áreiðanlegar og uppfærðar;
  • að þær séu varðveittar í því formi að ekki sé unnt að bera kennsl á skráða einstaklinga lengur en þörf krefur;
  • að þær séu unnar með þeim hætti að viðeigandi öryggi persónuupplýsinganna sé tryggt.

 

Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga

Lyfjaauðkenni safnar upplýsingum um starfsmenn, viðskiptavini, og þjónustuaðila sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna. 

Lyfjaauðkenni safnar engum persónugreinanlegum upplýsingum frá aðilum sem heimsækja vef fyrirtækisins. Við notum hins vegar rafrænar kökur (e. cookies) til að safna ópersónugreinanlegum upplýsingum er varða notkun á vefnum, svo sem tengjast vefmælingum eða hvort að notandi vefsins valdi síðast íslensku eða ensku sem tungumál.

Lyfjaauðkenni nýtir persónuupplýsingar þínar til að veita þér þjónustu fyrirtækisins og til að aðstoða okkur við rekstur fyrirtækisins. Vinnsla persónuupplýsinganna getur m.a. farið fram á grundvelli samningssambands okkar við þig svo okkur sé unnt að uppfylla samningsskyldur okkar og veita þjónustu, lögbundins hlutverks okkar skv. framseldri reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 2016/161, lögmætra viðskiptahagsmuna okkar eða samþykkis sem þú hefur veitt.

Miðlun persónuupplýsinga

Lyfjaauðkenni nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir.  Fyrirtækið geymir aldrei persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt þykir í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga.

Lyfjaauðkenni kann að þurfa að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðili), m.a. aðila sem veita fyrirtækinu tæknilega þjónustu. Slík miðlun skal samræmast tilgangi vinnslu persónuupplýsinganna. Í þeim tilfellum tryggir Lyfjaauðkenni trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni.

Lyfjaauðkenni kann að þurfa að miðla persónuupplýsingum til að verða við lögmætri kröfu yfirvalda.

Lyfjaauðkenni leigir aldrei eða selur persónulegar upplýsingar um viðskiptavini eða nýtir þær til markaðssetningar.

 

Öryggi gagna

Lyfjaauðkenni leggur áherslu á að tryggja að varðveislu persónuupplýsinga sé háttað á öruggan máta. Lyfjaauðkenni tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni.

 

Réttur þinn

Þú átt rétt til upplýsinga um vinnslu, hvort sem persónuupplýsinga er aflað hjá þér eða ekki, svo og rétt til aðgangs að persónuupplýsingum um þig samkvæmt fyrirmælum persónuverndarlaga:

  • Þú átt rétt á að fá óáreiðanlegar persónuupplýsingar leiðréttar.
  • Þú átt rétt til að Lyfjaauðkenni eyði persónuupplýsingum um þig án ótilhlýðilegrar tafar (stundum nefnt „réttur til að gleymast“).
  • Þú átt rétt til að fyrirtækið takmarki vinnslu samkvæmt nánari skilyrðum.
  • Þú átt rétt á að fá persónuupplýsingar, sem þú hefur sjálf/ur látið Lyfjaauðkenni í té, á skipulegu, algengu, tölvulesanlegu sniði og jafnframt á að senda þessar upplýsingar til annars ábyrgðaraðila.
  • Þú átt rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga um þig.
  • Þú átt rétt á að draga til baka heimild fyrir vinnslu persónuupplýsinga um þig.

 

Endurskoðun á persónuverndarstefnu Lyfjaauðkennis

Persónuverndarstefna Lyfjaauðkennis getur tekið breytingum í tímans rás. Nýjustu útgáfu Persónuverndarstefnu Lyfjaauðkennis má finna á www.lyfjaaudkenni.is/personuverndarstefna/.

Fyrirspurnir og kvartanir

Lyfjaauðkenni hefur ekki tilnefnt persónuverndarfulltrúa, en hafir þú fyrirspurn eða kvörtun vegna vinnslu Lyfjaauðkennis á persónuupplýsingum, þá má hafa samband við okkur með eftirfarandi hætti:

  • Póstur: Lyfjaauðkenni ehf, bt. Framkvæmdastjóra, Kringlan 7, IS 103 Reykjavík, Ísland.
  • T-póstur: info@lyfjaaudkenni.is

Einnig er hægt að senda kvartanir til Persónuverndar (sjá www.personuvernd.is):

Sími: 510 9600.