24/01/2018
Það er okkur gleðiefni að tilkynna að fyrsta notendaprófun á lyfjaauðkenniskerfi Solidsoft Reply hefur farið fram og stóðs kerfið prófunina.
Prófunin fór fram í Slóveníu, en niðurstöður hennar gilda einnig fyrir önnur lönd sem nota kerfið frá Solidsoft Reply, þ.e.a.s. Ísland, Danmörk, Svíþjóð, Írland, Litáen, Búlgaríu, Króatíu og Tékkland. Þetta er í fyrsta skipti sem Evrópska lyfjaauðkenniskerfið hefur verið prófað með þessum hætti og þannig markar þessi áfangi tímamót í þessu verkefni fyrir Evrópu.
Við framkvæmd prófunarinn skönnuðu apóteks- og heildsölukerfi pakkningaupplýsingar með einkvæmu auðkennisnúmeri og tvívíðu strikamerki frá J&J og Krka, sem þessir framleiðendur höfðu sett inn í Evrópsku gagnamiðstöðina fyrir þessa prófun.
Auk fulltrúa frá Solidsoft Reply og þeirra ríkja sem nota þeirra kerfi, voru fulltrúar frá EMVO og Slóvenskum apótekum og heildsölum viðstaddir prófunina.