29. nóvember 2017

Frá undirritun samnings við Solidsoft. Bessi Jóhannesson, Hjörleifur Þórarinsson, Þórdís Ólafsdóttir, Mark Usher og Guðmundur Óskarsson

Lyfjaauðkenni ehf hefur undirritað samning við Solidsoft Reply um uppsetningu og rekstur lyfjaauðkenniskerfis fyrir Ísland. Jafnframt er Ísland orðið aðili að samstarfsvettvangi annarra landa sem gert hafa samning við Solidsoft, s.s. Svíþjóðar og Danmerkur, sem nýtast mun vel í þessu verkefni.
Fyrir hönd Lyfjaauðkennis ehf undirrituðu samninginn fulltrúar hlutafa í stjórn félagsins, þau Guðmundur Óskarsson frá Alvogen/Alvotech, Þórdís Ólafsdóttir frá Actavis, Bessi Jóhannesson frá Icepharma og Gunnur Helgadóttir frá Vistor.
Fram undan er vinnustofa með innlendum upplýsingatæknifyrirtækjum sem þjónusta apótek, heildsölur og heilbrigðisstofnanir, en þetta er mikilvægt fyrsta skref við undirbúning þessara aðila við að tengjast lyfjaauðkenniskerfinu. Vinnustofan verður haldin 11.desember nk. í húsnæði Félags atvinnurekenda í Kringlunni 7. Skráning er nauðsynleg gegnum info@lyfjaaudkennis.is.