Apótek og sjúkrahús
Apótek, sjúkrahús og aðrar starfsstöðvar innan heilbrigðisþjónustunnar sem afgreiða lyf til almennings, þurfa að sannprófa öryggisþætti og óvirkja einkvæmt auðkenni lyfs við afhendingu þess til sjúklings.
Við framkvæmd á sannkennsli og óvirkjun lyfjapakkningar, breytist staða pakkningarinnar í „óvirk“ í gagnagrunni Lyfjaauðkennis.
Þessari aðgerð er ætlað að koma í veg fyrir að fölsuð lyf komist inn í aðfangkeðjuna og til sjúklinga og staðfesta hvort lyf sé framleitt af þeim framleiðanda sem skráður er fyrir lyfinu.
- Aðeins markaðsleyfishafi lyfs getur hlaðið upp einkvæmu auðkenni í gagnagrunnskerfið.
- Með því að athuga hvort pakkning finnist í kerfinu, geta apótek, heildsölur og heilbrigðisstofnanir fengið staðfest að hún sé frá réttum framleiðanda.
- Með því að óvirkja pakkningu við afhendingu til sjúklings, þegar henni er eytt eða hún yfirgefur aðfangakeðjuna á annan hátt, er tryggt að lyfið komist ekki aftur inn í aðfangakeðjuna með ólögmætum hætti.
- Með því að athuga öryggisinnsiglið á pakkningu er tryggt að innihald umbúða hafi ekki verið breytt eða átt við það á nokkurn hátt.
Apótekum, sjúkrahúsum og öðrum starfsstöðvum innan heilbrigðisþjónustunnar sem afgreiða lyf til almennings er skylt að tengjast lyfjaauðkenniskerfinu. Nánari upplýsingar um um tengingu við kerfið með aðstoð Lyfjaauðkennis má finna hér.
Tenging við kerfið er notendum að kostnaðarlausu, en tengdir aðilar þurfa sjálfir að bera kostnað af nýjum skönnum og aðlögun hugbúnaðar vegna tengingar viðkomandi starfsstöðvar við auðkenniskerfið. Nánari upplýsingar um tengimöguleika fyrir apótek og heilbrigðisþjónustustofnanir við lyfjaauðkenniskerfið má finna hér.
Áður en sótt er um tengingu við lyfjaauðkenniskerfið eru notendur hvattir til að gaumgæfa eftirfarandi atriði:
- Hvar er ráðgert að skönnun fari fram og hvaða tækjabúnað þurfi að tengja;
- Uppfæra fyrirliggjandi hugbúnaðarkerfi til að eiga samskipti við gagnagrunn Lyfjaauðkennis og/eða setja upp sjálfstætt kerfi;
- Innleiða nauðsynlegar breytingar á vinnubrögðum, verklagsreglum o.s.frv.;
- Setja upp skanna til að lesa úr strikamerkjum;
- Að upplýsa og þjálfa starfsfólk í verklagi við auðkenningu og óvirkjun lyfjapakkninga og í viðbrögðum við viðvörunum frá lyfjaauðkenniskerfinu.
- Íhuga framkvæmd skoðunar á innsigli lyfjapakkninga.
Nánari upplýsingar um þau skref sem þarf að taka til að tengjast lyfjaauðkenniskerfinu má finna hér.